Fara í innihald

ráð

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „ráð“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall ráð ráðið ráð ráðin
Þolfall ráð ráðið ráð ráðin
Þágufall ráði ráðinu ráðum ráðunum
Eignarfall ráðs ráðsins ráða ráðanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

ráð (hvorugkyn); sterk beyging

[1] ráðlegging
[2] áætlun
[3] úrræði
[4] yfirráð
Samheiti
[3] fangaráð
Orðtök, orðasambönd
bera saman ráð sín
vita ekki sitt rjúkandi ráð
bæta ráð sitt
missa ráð og rænu
af ásettu ráði
Afleiddar merkingar
ráða, ráðabrugg, ráðafár, ráðagerð, ráðalaus, ráðaleysi, ráðamaður, ráðgefandi, ráðgera, ráðgjafi, ráðgjöf, ráðherra, ráðhús, ráðlegur, ráðleysi, ráðríki, ráðvilltur, ráðþrot, ráðþrota
Dæmi
[1] „Vér höfum mikið lið og frítt. Nú er það mitt ráð að þér, konungur, verið eigi í atlögunni því að þá er alls gætt er yðar er og eigi veit hvar óskytja ör geigar.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Hákonar saga herðibreiðs)
[2]
[3] „Sá hann til þess engin ráð og vissi sér einskis von nema dauða.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Himinbjargar saga)
[4]

Þýðingar

Tilvísun

Ráð er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „ráð