Fara í innihald

sykra

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „sykra“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sykra sykran sykrur sykrurnar
Þolfall sykru sykruna sykrur sykrurnar
Þágufall sykru sykrunni sykrum sykrunum
Eignarfall sykru sykrunnar sykra sykranna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

sykra (kvenkyn); veik beyging

[1] Sykrur eru í efnafræðinni hýdröt kolefnis með almennu formúluna Cn(H2O)m. Þau verða flest til við ljóstillífun plantna og eru jafnframt forðanæring þeirra, svo og annarra lífvera.
Dæmi
[1] Sykrur skiptast upp í einliður eða einsykrur, sem eru minnstu sameindirnar, því næst koma tvísykrur, sem eru tvær einsykrur tengdar saman, næst fásykrur sem eru úr tveimur til níu einsykrum og svo að síðustu fjölsykrur sem eru tíu eða fleiri einsykrur, sem mynda stórar sameindir.

Þýðingar

Tilvísun

Sykra er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sykra